M&T setti nýlega upp þrjár veðurstöðvar í Esjunni sem eru aðgengilegar almenningi. Veðurstöðvarnar eru staðsettar fyrir ofan Esjustofu, á Rauðhól og á Esjubrún. Mældur verður vindhraði, vindstefna, lofthiti og loftraki.

Veðurstöðvarnar eru settar upp fyrir fyrirtækið Esjuferju ehf sem stefnir á að smíða farþegaferju á topp Esjunnar. Við hönnun á fyrirhuguðum mannvirkjum þurfa að liggja fyrir ítarlegar veðurmælingar og mun M&T sjá um gagnasöfnun. Nánari upplýsingar um smíði farþegaferjunnar má finna hér.

Veðurmælingarnar nýtast ekki bara við hönnun ofangreindra mannvirkja heldur munu þær jafnframt nýtast hópi Íslendinga sem leggur leið sína á fjallið alla daga ársins í misjöfnum veðrum.

Hér er hægt að nálgast veðurupplýsingarnar.

 

Þú ert hér: Heim Uncategorised Veðurstöðvar í Esjunni