Grímsfjall
 Í kjölfar öflugrar skjálftavirkni við Bárðarbungu síðustu daga var ákveðið að bæta við nýrri vefmyndavél í Grímsfjöllum. Einnig var löguð sú vefmyndavél sem fyrir var og sjónarhorni hennar breytt. Sérfræðingur M&T setti upp búnaðinn ásamt starfsmönnum Almannavarna í blíðskaparveðri á sunnudaginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar sá um að flytja bæði menn og tæki á staðinn. Hægt er að fylgjast með vefmyndavélinni í Grímsfjöllum hér

 

 

 

Þú ert hér: Heim Uncategorised Vefmyndavél á Grímsfjalli