Miðvikudaginn 27. nóvember 2013 var háfjallakvöld í boði Vina Vatnajökuls, 66° Norður og Félags íslenskra fjallalækna. Háskólabíó var þéttskipað og færri fengu sæti en vildu enda var einn frægasti fjallagarpur heims, Ed Viesturs mættur til leiks með fyrirlestur sem áheyrendur munu seint gleyma.  

 

Kvöldið heppnaðist einkar vel og meðal annarra áhugaverðra erinda var fyrirlestur Björns Oddssonar jarðfræðings um „vefmyndavél og jarðhræringar í Kverkfjöllum“. Björn hefur í tvígang fengið styrk frá Vinum Vatnajökuls til þess að setja upp og reka sjálfvirka veðurstöð og vefmyndavél í Kverkfjöllum. Björn lýsti aðstæðum í Kverkfjöllum á mjög myndrænan og skemmtilegan hátt þar sem áheyrendur gátu fylgst með veðurfari og veðurbreytingum í Kverkfjöllum á völdum tímabilum.

 

Þess má geta að M&T smíðaði ofangreinda veðurstöð í Kverkfjöllum og hefur þjónustað tækin ásamt því að halda utan um söfnun gagna og hýsingu þeirra í veðurupplýsingakerfi sínu.

Hægt er að horfa á fyrirlestur Björns hér

Þú ert hér: Heim Uncategorised Háfjallakvöld í Háskólabíó